Jógaratleikur úti í náttúrunni

Í dag fóru börnin í Brimveri/Æskukoti í jógaratleik úti í náttúrunni. Börnin á yngri deildunum fóru í ratleik á skólalóðinni, en börnin á eldri deildunum fyrir utan skólalóðina.

Leiknum fylgdi mikil spenna – „Hvar er næsta vísbending?!“, og skemmtu börnin sér konunglega við að leysa hverja þrautina á fætur annarri.

Í ratleikjum vinnum við saman að settu markmiði, hreyfum okkur saman, fáum frískt loft og upplifum ÆVINTÝRI!