Jógastund með foreldrum

 

Veturinn hefur farið vel af stað hvað varðar hreyfi- og jógastundirnar okkar og hafa börnin iðulega mætt mjög áhugasöm og glöð til leiks. Ánægja, einbeiting og kraftur einkennir tímana og það eru forréttindi að fá að vinna með svona miklum snillingum.

Hreyfistundirnar hafa verið mjög fjölbreyttar þar sem börnin hafa þurft að spreyta sig á ýmsum þrautum, tækjum og tólum, auk þess sem þau hafa lært ýmsa leiki sem reyna allt í senn á samvinnu, styrk, snerpu og þol, reglukunnáttu, orðaforða og talnaskilning.

Í jógastundunum hafa börnin lært hinar ýmsu jógastellingar, slökunar- og öndunaræfingar. Í jógatímunum ná börnin góðri slökun og þau elska að fara í ný og skemmtileg ævintýri sem kunna að leynast í jógaheiminum.  Foreldrum var boðið í jógastund á báðum skólum sem gerði mikla lukku.

Jóga kynning 014Jóga 115Jóga 120Jóga 182Jóga 136Jóga 146Jóga 148Jóga 141Jóga 152Jóga 161Jóga 171Jóga 176Jóga 181Jóga 199Jóga 210Jóga 209 Jóga 213 Jóga 212 Jóga 211 Jóga 207 Jóga 208