Jólaball Æskukots 2014

Í dag héldum við okkar árlega jólaball þar sem dansað var í kringum jólatréð og jólalög voru sungin. Gáttaþefur og Stúfur kíktu í heimsókn og gáfu börnunum mandarínur. Mikil gleði og góður jólaandi ríkti yfir öllu, og áttum við öll góða stund saman.