Jólaföndur

Föstudaginn 9.desember var foreldrafélag leikskólans Æskukots með jólaföndurdag.

Þá var föndraður skór  til að hafa í glugganum þegar jólasveinarnir koma í bæinn.Var mjög gaman og mikil tilþrif við föndrið hjá sumum.Foreldrar voru mjög duglegir að mæta og einnig ömmur ,systur og bræður.Allir fengu svo heitar vöfflur með sultu og rjóma ásamt heitu súkkulaði.