Jólaglugginn á Æskukoti afhjúpaður

DSC08533Þriðjudaginn 16.desember var jólaglugginn á Æskukoti afhjúpaður, en hann er partur af jóladagatali sveitarfélags Árborgar. Alls fá 24 fyrirtæki og stofnanir innan sveitarfélagsins úthlutað einum glugga og eru þeir afhjúpaðir, einn á dag, fram að jólum. Í hverjum glugga er svo einn bókstafur og gefst íbúum Árborgar kostur á að safna saman stöfunum svo úr verði ein setning að lokum. Þeir sem taka þátt í leiknum geta svo sent inn setninguna til sveitarfélagsins sem dregur út heppna vinningshafa sem fá gjafir að launum. Glugginn á Æskukoti er fallega skreyttur með mósaík-listaverkum eftir börn og starfsfólk. Í glugganum sést svo glitta í bókstafinn “Ú”.

Við afhjúpun gluggans fengum við góða gesti frá 1.bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, og fylgdust þau spennt með þegar „tjöldin“ voru dregin frá.

Það er gaman að fá að taka þátt í þessum sniðuga ratleik á vegum sveitarfélagsins, og verður spennandi að sjá hvaða setning kemur í ljós að morgni aðfangadags.