Jólaglugginn okkar 12.desember

Við opnuðum Jólagluggann okkar kl.10:00 í morgun  .

Börnin sungu nokkur jólalög og var síðan leyndarmálið afhjúpað. Börnunum fannst þetta mjög skemmtilegt og glugginn að sjálfsögðu mjög fallegur. Glugginn okkar á Æskukoti er einskonar jólaminning þar sem starfsfólkið mundi eftir sjálfum sér sem barni og gat dokað við fallegan jólaglugga og sá alltaf einhvað nýtt. Okkar gluggi hér í Æskukoti virkar akkurat svoleiðis.Allir fengu piparkökur og síðan var farið að leika sér í snjónum.
Yfirskrift okkar glugga  í Æskukoti í ár er Virðing.