Jólatréð sótt 7.desember 2010

 


Elstu börnin hafa undanfarin ár farið í skógarferð til að ná í jólatré fyrir leikskólann sinn. Þau hafa svo farið um vorið og gróðursett tré í stað þess sem þau fengu. Núna verður þetta aðeins öðruvísi. Jólasveinninn býður í Jólagarðinn (Tryggvagarð) þar sem hann tekur á móti þeim með kakói og kexi, söng og kannski harmonikuleik og færir þeim tré að láni og býðst til að keyra það í leikskólann. Það eru eingöngu börn fædd 2005 sem fara og kemur rúta að sækja okkur kl. 8:45  og þá þurfa þau öll að vera mætt. Svo verður þetta með sama hætti og áður í vor, þau skila trénu með því að gróðursetja nýtt.