Kennaranámskeið í barna-, unglinga- og fjölskyldujóga

Helgina 13.-14.september sl. fór ég, ásamt frænku minni sem starfar sem íþróttakennari í leikskólanum Árborg í Reykjavík, á kennaranámskeið í barna-, unglinga- og fjölskyldujóga hjá Young Warriors í Denver, Colorado. Námskeiðið var mjög fróðlegt og skemmtilegt, og lærðum við heilan helling af nýjum kennsluaðferðum sem eiga eftir að nýtast okkur vel um ókomna tíð.

Hér má sjá mynd af okkur frænkunum ásamt 11 öðrum nýútskrifuðum krakkajógakennurum.  Á myndinni er einnig kennarinn okkar og stofnandi Young Warriors, Christen Bakken.

 

Kennaranámskeið

 

Kær jógakveðja,

Tinna Björg.