Kynning á starfi Brimvers og Æskukots

Föstudaginn 24.október tóku leikskólarnir Brimver og Æskukot þátt í kynningu á störfum allra leikskóla í Árborg. Kynningin var haldin í Jötunheimum á Selfossi, og var sett sérstaklega upp fyrir stjórnendur leikskóla í Reykjanesbæ. Við kynntum starfið okkar með stolti og var því sýndur mikill áhugi meðal gesta. Búið er að setja upp kynninguna inni í sal Æskukots og gefst foreldrum kostur á að kynna sér helstu störf leikskólans næstu daga.