Læsisstefna Heilsuleikskólans Brimvers-Æskukots

Leikskólar í Sveitarfélaginu Árborg eru allir þátttakendur í sameiginlegu þróunarverkefni sem ber yfirskriftina: ,,Árangursríkt læsi – færni til framtíðar”.

 

Markmið verkefnissins er að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi í leikskólum Árborgar. Með verkefninu er lögð áhersla á aukinn hlustunar- og málsskilning barna, aukinn orðaforða, hugtakaskilning og tjáningu.

 

Nú á dögunum hittust starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsi Árborgar og kynntu læsisstefnur sínar fyrir hvort öðru. Kynningarnar voru hver annarri flottari og var gaman að sjá hversu mikinn áhuga og metnað skólarnir hafa lagt í verkefnið.

 

Hægt er að nálgast Læsisstefnu Brimvers-Æskukots 2015 hér til vinstri á heimasíðu okkar.