Litli drengurinn

Litli drengurinn

Eitt sinn var drengur sem fór í skóla.
Hann var frekar lítill drengur og skólinn frekar stór.
En þegar litli drenugirnn uppgötvaði að hann gat gengið til stofunnar sinnar með því að fara beint inn um útidyrnar var hann  ánægður og skólinn virtist ekki jafn stór og áður.

Dag einn þegar litli drengurinn hafði verið í skólanum um tíma sagði kennarinn: í dag ætlum við að teikna mynd. Gott hugsaði drengurinn, hann hafði gaman af því að teikna myndir og gat teiknað allskonar myndir. Hann gat teiknað ljón og tígrisdýr,  lest og báta svo hann tók upp litakassann sinn og byrjaði að teikna. En þá sagði kennarinn: bíðið ekki byrja strax og hún beið eftir að allir voru tilbúnir. sagði kennarinn ætlum við að teikna blóm. Gott hugsaði litli drengurinn því hann hafði gaman af því að teikna blóm. Og hann byrjaði að teikna blóm og hann byrjaði að teikna falleg blóm með bleikum og appelsínum og bláum litum. En kennarinn sagði bíðið, ég ætla að sýna ykkur hvernig á að gera þau. Það var rautt með grænum stöngli.

Litli drengurinn horfði á blóm kennarans. Síðan horfði hann á sitt eigið. Honum fannst það fallegra en blóm kennarans en hann sagði ekki frá því. Hann sneri blaðinu við og teiknaði blóm sem var eins og kennarans. Það var rautt með grænum stöngli.

Dag nokkurn þegar drengurinn hafði opnað útidyrnar hjálparlaust sagði kennarinn: í dag ætlum við að móta úr leir. Gott hugsaði drengurinn því hann hafði gaman af því að móta úr leir. Hann gat búið til allskonar hluti úr leir bæði slöngur og snjókarla, fíla, mýs, bíla og trukka. Hann byrjaði að klípa og kreista leirinn sinn en kennarinn sagði: Bíðið ekki byrja strax og hann beið þar til allir voru tilbúnir. sagði kennarinn ætlum við að búa til disk. Gott hugsaði drengurinn því hann hafði gaman af því að búa til diska svo hann byrjaði að búa til nokkra diska sem voru af öllum stærðum og gerðum. Þá sagði kennarinn: bíðið ekki byrja strax, ég ætla að sýna ykkur hvernig á að gera þá og hún sýndi öllum hvernig á að búa til djúpan disk. Svona sagði kennarinn nú megið þið byrja. Litli drengurinn leit á disk kennarans og honum fannst sinn diskur miklu fallegri en hann þorði ekki að segja frá því. Hann hnoðaði leirinn í bolta og bjó til disk eins og kennarinn,djúpan disk.

Fljótlega lærði litli drengurinn að bíða og horfa og gera hluti alveg eins og kennarinn. Og fljótlega hætti hann að gera hluti upp á eigin spýtur en þá gerðist það að drengurinn flutti í annað hús, í annarri borg og varð að fara í annan skóla.

Þessi skóli var jafnvel stærri en sá fyrri og útidyrnar voru ekki beint á móti dyrunum á stofunni hans. Hann þurfti að ganga upp stór þrep og eftir löngum gangi til að komast í sína eigin stofu og strax fyrsta daginn sem hann var þar sagði kennarinn  í dag ætlum við að teikna mynd. Gott hugsaði drengurinn. Og hann beið eftir að kennariinn segði honum hvað hann ætti að gera en kennarinn sagði ekki neitt. Hún bara gekk um stofuna. Þegar hún kom til litla drengsins spurði kennarinn langar þig ekki að teikna mund? sagði drengurinnn hvað ætlum við að teikna?

Það veit ég ekki fyrr en þú teiknar það sagði kennarinn

Hvernig á ég að teikna það? spurði litli drengurin

Hvernig sem þú vilt sagði kennarinn

og með hvaða lit sem er? spurði drengurinn

Hvaða lit sem er sagði kennarinn

Ef allir teiknuðu sömu myndiina og notuðu sömu litina, hvernig ætti ég þá að vita hver gerði hvað og hver er hvað? sagði kennarinn

Ég veit það ekki sagði litli drengurinn og hann byrjaði að teikna rautt blóm með grænum stöngli