MAXÍMÚS MÚSIKRÚS

                  

Laugardaginn 7.maí kl;11,00 kemur Maxímús Músíkús í heimsókn í Tónlistarskóla Árnesinga.

                  

Maxímús Músíkús í Árborg.

                  

Laugardaginn 7.maí kl;11,00 kemur Maxímús Músíkús í heimsókn í Tónlistarskóla Árnesinga. Höfundur bókarinnar Hallfríður Ólafsdóttir verður einnig með í för.

Í sögunni Maxímús músíkús trítlar í tónlistarskólann kynnist Maxímús Músikús  börnum sem leika á alls kyns hljóðfæri.

Elstu börn leikskólanna í Árborg hafa í vetur verið að æfa og læra að syngja lagið um Maxímús Músikús og er gert ráð fyrir því að þau hitti músina í Tónlistarskólanum þennan morgun ásamt foreldrum og syngi með Tónlistarskólanemendum.

Gaman er að geta þess Maxímús Músíkús er músin sem kemur fram  á sérstakri barnahátíð í Tónlistarhúsinu Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 15.maí n.k.

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta með sínum börnum og taka þátt í þessari heimsókn.

 

                                      Leikskólastjórar í Árborg.