Meiriháttar maí!

Það er svo margt skemmtilegt sem fylgir maí-mánuðinum, en það helsta sem hefur verið í gangi hjá okkur undanfarna daga er:

Hjóladagur og heimsókn frá lögreglunni

Bókaormurinn

Sveitaferð á Eyrarbakka þar sem hestarnir og lömbin voru heimsótt

Vorskóli elstu barna

Myndlistasýningar

Útskriftarundirbúningur

Samsöngur á hinum ýmsu stöðum á Stokkseyri

Göngutúrar og vettvangsferðir

og svo margt, margt fleira.

_

Við hvetjum foreldra til að fylgjast með deildarsíðunum okkar, en þangað munu enn fleiri myndir bætast við á næstu dögum.