Miðvikudagar

Kærleiksstund

Presturinn  á Eyrarbakka, sr. Sveinn Valgeirsson. 


Kærleiksstund

Presturinn  á Eyrarbakka, sr. Sveinn Valgeirsson,  mun koma með Barnastarfið inn í leikskólann, líkt og verið hefur undanfarin tvö ár. Við ætlum að kalla þetta kærleiksstundir og verða þær á miðvikudögum þrisvar í mánuði. Sr.Sveinn mun byrja með kærleiksstundirnar miðvikudaginn 6.október kl.9.30 á yngri deild leikskólans Kötlusteini og kl.10.00 á eldri deild leikskólans Merkisteini.Börnin læra fjöldan allan af söngvum, auk þess að heyra skemmtilegar og þroskandi sögur bæði í máli og myndum.       
Bjóðum við foreldrum endilega að koma í fyrstu stundirnar kl.9.30 á Kötlustein og kl.10.00 á Merkistein og vera með okkur.

Fyrir þau börn sem ekki  verða með í Kærleiksstundum,  verður samvera inn í sal leikskólans.

Leikskólastjóri