Nýr fáni Heilsustefnunnar

Heilsuleikskólar sem fylgja Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur fá á næstu dögum afhendan nýjan fána Heilsustefnunnar sem stjórn Samtaka Heilsuleikskóla hefur nýverið látið prenta út.

 

Fáninn er ílangur með nafni Unnar Stefánsdóttur, frumkvöðuls og höfundar Heilsustefnunnar, ásamt upphafsári Heilsustefnunnar 1996.

 

Þegar rætt er um Heilsustefnuna eða vitnað í hana er mikilvægt að geta frumheimilda. Með því að hafa þessar grunnupplýsingar ásamt merki Heilsustefnunnar á fánanum er ólíklegra að stefnunni sé ruglað saman við aðrar stefnur sem komu á eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur.

 

Á mánudaginn var fóru þær Kristín Eiríksdóttir, formaður Samtaka Heilsuleikskóla, og Sigrún Hulda Jónsdóttir, varaformaður, í kaffi á Kársnesbraut 99 í Kópavogi þar sem Unnur Stefánsdóttir bjó. Tilgangur heimsóknarinnar var að afhenda fjölskyldu Unnar fánan og fóru fram heitar umræður um málefni heilsuleikskólanna á meðan á henni stóð.

 

Við hjá Heilsuleikskólanum Brimveri-Æskukoti fögnum nýja fánanum og erum full tilhlökkunar að fá hann í okkar hendur. Í hvert sinn sem honum verður flaggað munum við hugsa til Unnar með miklu þakklæti fyrir þá frábæru stefnu sem hún hefur arfleitt heilsuleikskólum á Íslandi.

 

 

Hér má sjá þær Sigrúnu og Kristínu og Hákon Sigurgímsson, eiginmann Unnar, með nýja fánann.

Hér má sjá þau Sigrúnu, Kristínu og Hákon Sigurgímsson, eiginmann Unnar, með nýja fánan.