Nýr leikskólastjóri Heilsuleikskólans Brimvers/Æskukots

Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í eitt ár frá 1. ágúst við Heilsuleikskólan Brimver/Æskukot vegna leyfis M. Sigríðar Jakobsdóttur.  Sigríður Birna hefur áður starfað við leikskólana í Árborg, hún hefur einnig verið leikskólastjóri á Hellu, í Skeiða – og Gnúpverjahreppi og nú síðast í Flóahreppi. Hún er með BEd -próf í leikskólakennarafræðum, MEd.-próf í náms- og kennslufræðum og er að ljúka MEd-prófi í stjórnunarfræði menntastofnana.
Við bjóðum Sigríði Birnu velkomna til starfa.