Ömmu- og afadagur

Í þessari viku höfum við verið að vinna verkefni um ömmur og afa.

Við teiknuðum m.a. myndir af þeim, lásum bækur og lærðum ljóð og söngva sem samin hafa verið um þau í gegnum tímans rás. Miklar umræður sköpuðust um þessa frábæru einstaklinga á meðan á verkefnavinnunni stóð, en sumir vilja jafnvel meina að þau séu englar í dulagervi.

 

Partur af verkefnavinnunni var að útbúa boðskort sem börnin afhentu síðan ömmum sínum og öfum, með boði um að mæta á harmonikkuball í leikskólanum sem haldið yrði föstudaginn 17.apríl.

 

Í dag mættu svo fullt af ömmum og öfum í leikskólan okkar, bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri, og voru það Birgir og Þórður sem léku fyrir dansi.

 

Feiknarmikil stemmning skapaðist og létu allir vel af skemmtuninni.

 

Í lokin var svo öllum boðið upp á ferska ávexti og spjall inni á deildum.

 

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta, kærlega fyrir komuna.

Sjá fleiri myndir inni á læstum síðum deildanna.