Opnar eftir sumarfrí

Leikskólinn opnar eftir sumarfrí Sælir foreldrar og gestir.
Leikskólinn opnaði eftir sumarfrí þriðjudaginn 10.ágúst. Mánudaginn 9.ágúst var Sigríður Sæland með upprifjun á skyndihjálparnámskeiði sem starfsmenn tóku þátt .
Aðlögun gengur vel á báðum deildum og er vetrarstarfið óðum að fara í gang. Kynningarfundur á starfinu verður um miðjan september og verður auglýstur síðar. 35.börn eru nú þegar komin inn í leikskólann okkar,og er spennadi tímar frammundan. Farið verður í að uppfæra heimasíðu með matseðla og fréttabréfi og fl núna á næstu dögum.
Leikskólastjóri