Óvissuferð starfsmanna Brimvers og Æskukots

óvissuferðLaugardaginn 6.september sl. fóru starfsmenn Brimvers og Æskukots í sína árlegu  óvissuferð. Ferðin byrjaði á hópeflisleikjum í listigarðinum í Hveragerði í umsjón Iceland Activities. Farið var í ýmsar þrautir þar sem hópnum var skift í tvö lið og var keppnin hörð þar á milli. Þrautirnar vöktu mikla lukku hjá leikskólastarfsmönnunum og var mikið hlegið! Eftir það lá leiðin í stærstu aparólu á Íslandi, en hún er strengd yfir ánna Varmá í Hveragerði. Það þótti mikið upplifelsi þar sem náttúran þarna í kring er stórkostleg. Eftir skemmtilegar stundir í Hveragerði var farið á Hótel Selfoss í kaffi og vöfflur. Síðan tóku stúlkurnar í Riversida Spa vel á móti okkur og buðu okkur upp á andlitsmaska, heita og kalda potta og nokkrar gerðir af gufuböðum. Yndislegt að slaka á þar. Því næst fórum við í heimahús á Stokkseyri þar sem boðið var upp á dýrindis mat og skemmtilega leiki. Það var mikið hlegið og spjallað langt fram á kvöld, og er óhætt að segja að allir hafi farið heim með bros á vör.

Vel heppnuð ferð í alla staði og á óvissuferðarnefndin í ár stórt hrós skilið – en það voru þær Unnur, Hulda, Lóa og Steinunn sem sáu um skipulagninguna að þessu sinni.