Velkomin í Brimver/Æskukot

Mynd_0488498

Við bjóðum ykkur öll velkomin í Brimver/Æskukot og hlökkum til samstarfsins á skólaárinu 2019-2020

Stefna skólans er:  Heilsustefna Unnar Stefánsdóttur, Grænfáninn og unnið er að innleiðing á Heilsueflandi leikskóli

Kynningarfundir voru haldnir 10. september kl. 8:10-9:00 í Brimveri og 11. september kl. 8:10-9:00 í Æskukoti.
Kynningarfundir eru  fyrir foreldra/forráðarmenn þar sem deildarstjórar kynna áherslur í starfi deilda og skólastjórnendur kynna áherslur í skólastarfinu.

Leikskólar Árborgar eru lokaðir á helgidögum og allan aðfangadag og gamlársdag.

 

Jólakveðja

Við óskum ykkur hamingju og friðar um jólin
og á árinu sem senn gengur í garð.
Með þökk fyrir allar góðu samverustundirnar og samvinnuna
á árinu sem er að líða.

Hamingjan gefi þér gleðileg jól,
gleðji og vermi þig miðsvetrarsól,
brosi þér himininn heiður og blár
og hlýlegt þér verði hið komandi ár.
G.J.

Jólakveðja, starfsfólks Heilsuleikskólans Brimvers/Æskukots

 

Skipulagsdagar og sumarleyfi, skólaárið 2019 – 2020

Skipulagsdagar á skólaárinu eru:

4. október 2019, föstudagur – Haustþing – Leikskólinn lokaður
4. nóvember 2019, mánudagur – Skipulagsdagur – Leikskólinn lokaður
18. mars 2020, miðvikudagur – Skóladagur Árborgar – Leikskólinn lokaður
19., 20. og 22. maí 2020,  þriðjudagur, miðvikudagur og föstudagur  – Skipulagsdagar, námsferð og námskeið – Leikskólinn lokaður

Leikskólar Árborgar eru lokaðir á aðfangadag og gamlársdag og almenna frídaga

Sumarleyfi í Brimveri/Æskukoti 2020
Verður frá og með 2. júlí til og með 5. ágúst. Opnum eftir sumarfrí fimmtudaginn 6. ágúst. 2020.

 

Símanúmer deilda:
Brimver, Eyrarbakka
Kötlusteinn sími 480-3274
Merkisteinn sími 480-3275

Æskukot, Stokkseyri
Fiskaklettur sími 480-6357
Bátaklettur 480-6356