Páskaeggjaleit

Í dag standa foreldrafélögin okkar fyrir páskaeggjaleit á lóðum skólanna.

 

Fyrr í vikunni máluðu börnin hænuegg sem síðan eru falin hér og þar á leikskólalóðunum.

Fyrir eitt hænuegg sem börnin finna fá þau glaðning frá foreldrafélaginu.

 

Leitin á Æskukoti fór fram kl. 10:00 í morgun og mun leitin á Brimveri fara fram kl. 16:00.