Páskaeggjaleit

Um næstu helgi stendur foreldrafélagið fyrir páskaeggjaleit á leikskólalóðinni. 

Um næstu helgi stendur foreldrafélagið fyrir páskaeggjaleit á leikskólalóðinni.  Leitin verður með sama sniði og í fyrra enda tókst hún afar vel þá.  Við ætlum að hittast klukkan 11 sunnudaginn 28.mars nk. á leikskólalóðinni, börnin leita að máluðum hænueggjum sem falin eru hér og þar um skólalóðina og að launum fá þau öll lítil súkkulaðiegg.  Foreldrafélagið býður uppá kaffi og kleinur að leit lokinni og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik.