Reggio Emilia Hópastarf

Í  leikskólanum Brimver er unnið hópastarf í tengslum við hugmyndafræði Reggio Emilia

Hópastarf/þemavinna

Í mörgum leikskólum hér á landi er unnið hópastarf í tengslum við hugmyndafræði Reggio Emilía. Þeir styðjast við þemahring sem er ættaður frá Svíðþjóð. Þegar talað er um þemavinnu er átt við samþættingu mismunandi forma t.d. lestur fræðandi bóka, leikrænni tjáningu, myndlist, tónlist og vettvangsferða.. Í gegnum leikinn læra nemendur með því að upplifa og gera tilraunar.

Markmið þemavinnu er að:

  • örva sjálfsmynd – sjálfsvitund og sköpunargleði barnsins
  • efla alla þroskaþætti barnsins. Barnið fái að snerta, skynja og grípa með öllum skilningavitum.
  • kanna / rannsaka og gera tilraunir


Uppbygging hópastarfsins:

  • Byrjað er á að heilsast.
  • Með því æfist barnið í að koma fram og segja hvað það heitir
  • Upphitun – markmiðið er að mynda tengsl í hópnum og hrista hann saman. Farið er í skemmtilega hópleiki sem tengjast þemanu sem er verið að vinna með. Barnið þjálfast í félagslegum samskiptum, tillitsemi, hreyfingu og málþroska.
  • Tilraun – Barnið fær að rannsaka og kynnast þemanu útfrá mismunandi efnivið með eigin aðferðum. Útkoman úr tilraununum er ekki markmiðið heldur ferlið að upplifa.
  • Aðalæfing – Hópurinn vinnur útfrá tilraununum en fær ákveðin verkefni og/eða efnivið til að vinna með.
  • Framsögn – Markmiðið er að barnið sjóist smám saman í að tjá sig fyrir framan hópinn, þori að segja frá sinni upplifun og tilfinningum sínum eitt og eitt.
  •  Kveðja – markmiðið er að börnin temji sér góða framkomu. Ferlinu/hringnum er lokað þannig að hópurinn tekur saman höndum og þakkar fyrir samstarfið.