Skógarferð í Timburhólaskóg – 19.11.2014

Í morgun var farið í hina árlegu skógarferð í Timburhólaskóg, en ferðin er farin á vegum foreldrafélags Æskukots. Öll börn 2 ára og eldri fóru í ferðina ásamt starfsfólki og foreldrum. Við vorum aldeilis heppin með veður, og höfðu margir vasaljós með í för. Aðalsportið var svo að safna könglum og leita að ævintýrum, og er óhætt að segja að börn á öllum aldri hafi skemmt sér konunlega þennan morguninn. Foreldrafélagið bauð svo upp á heitt kakó og piparkökur áður en haldið var aftur heim á leið.

Frábær ferð í alla staði!