Snjóþotur og hlátrasköll

Veðrið hefur verið dásamlegt þessa vikuna og að sjálfsögðu nýtum við okkur það til góðrar útiveru.

 

Í Hreyfistundunum var ákveðið að hafa „snjótþoturallý“ sem vitaskuld vakti mikla lukku meðal barnanna.

 

Krefjandi göngutúrar með snjóþotur í eftirdragi voru heldur betur þess virði þegar komið var á áfangastaðina, og höfum við ekki tölu á öllum þeim ferðum sem farnar voru upp og niður hólanna.

 

Sjá nánar á síðum deildanna.