Sólmyrkvi 20.mars 2015

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi síðan 30. júní 1954 en þá var almyrkvi.

 

Sólmyrkvinn mun standa yfir í um tvær klukkustundir og mun hann hefjast kl. 8:38. Hann nær hámarki kl. 9:37 og lýkur kl. 10:39.

 

Mjög mikilvægt er að vera með hlífðargleraugu þegar horft er á þessa undraverðu sýningu og erum við á leikskólanum meðvituð um það.

 

Í tilefni myrkvans færði Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá leikskólanum 3 hlífðargleraugu, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.