Spekingur vikunnar

Spekingur vikunnar er liður í læsisverkefni Heilsuleikskólans Brimvers-Æskukots.

 

Þá fær kennari til sín eitt barn í einu og leggur fyrir það spurningar í ró og næði.

 

Það er dásamlegt að fá að skyggnast inn í hugarheim barnanna með þessum hætti.

 

Sumar spurningarnar eru meira krefjandi en aðrar og framkalla svörin því eflaust bros á vörum lesenda.

 

Í hverri viku birtum við svör nýrra spekinga, bæði frá Brimveri og Æskukoti, og má finna allt um það undir reitum leikskólanna hér efst á síðunni.