ART


Heimasíða ART á Suðurlandi

ART-færniþjálfun hjá börnum

ART stendur fyrir Agression Replacement Training og er þjálfun í félagsfærni, sjálfstjórn og siðfræðilegri rökfærslu.

Í ART-færniþjálfun er fjallað um:

1. Félagsfærni

Samskiptafærni hjálpar okkur til að takast á við ýmsar tilfinningar og að ná árangri í skóla, leik eða vinnu við krefjandi aðstæður með öðru fólki.

2.Sjálfstjórn ( reiðistjórnun )

Öll verðum við stundum reið en vitum ekki alveg hvernig við eigum að haga okkur. Reiði og ofbeldi getur komið okkur í vandræði. Því er mikilvægt að læra að stjórna reiðinni.

3.Rétt og rangt

Siðfræði. Stundum getur verið erfitt að vita hvað er rétt og hvað er rangt. Tekin eru fyrir ákveðin viðfangsefni og unnið með þau.

 Inn í ART-tíma fléttast mikil málörvun þar sem börnin æfa m.a. hlustun, tjáningu, auka við orðaforða og unnið er með ritmálið og það haft sýnilegt.

Úthald og einbeiting eflist þar sem unnið er eftir ákveðnu skipulagi í ART-tímum.

Kennarar og börn koma sér saman um reglur og hlutverk sem eflir lýðræði, sjálfstæði og ábyrgð hjá börnunum. Unnið er með fínhreyfingar í gegnum teikningar og myndlist. Tekin eru fyrir umræðuefni sem tengjast umgengni okkar við umhverfið og náttúruna. Því geta tímarnir farið fram jafnt úti sem inni. Farið er í leiki og spilað á spil.

Unnið er með hvert barn þannig að það njóti sín, hafi gaman af, eflist og þroskist sem einstaklingur sem getur tekið þátt í leik og starfi með vinum og félögum.

Aðferðir í ART-færniþjálfun:

1.     Sýnikennsla þar sem sýnt er hvernig nota eigi ákveðna færni t.d. að hlusta, bíða eða að vera með.

2.     Hlutverkaleikir prófa að nota færnina sjálfur í leik.

3.     Endurgjöf hrós og hvatning fyrir góða frammistöðu.

4.     Yfirfærsla færnin er notuð í daglegu lífi við þær aðstæður sem þörf er á færninni td. að bíða í röð í búðinni.