Reglur um breytingar á vistunartíma og uppsögn dvalarsamnings


Reglur-um-leikskólaþjónustu

Óski foreldrar/forráðamenn eftir að breyta dvalartíma og/eða kaupum á mat og/eða hressingu verða þeir að tilkynna það viðkomandi leikskólastjóra eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Breyting á dvalartíma og/eða kaupum á mat og/eða hressingu og þ.a.l. breyttri gjaldtöku tekur þá gildi næstu mánaðarmót á eftir. Sækja skal um breytingar í Mín Árborg eða á sérstöku eyðublaði hjá leikskólastjóra í þeim leikskóla sem barnið dvelur í.

Uppsögn dvalarsamnings þarf að hafa borist fyrir 15. hvers mánaðar og miðað er við að uppsögn taki gildi 1. næsta mánaðar. Uppsögn dvalarsamnings skal í öllum tilfellum vera skrifleg og skilast til leikskólastjóra. Hið sama gildir um breytingar á dvalarsamningi.