Starfsdagur 21. febrúar – Leikskólinn lokaður

Leikskólinn verður lokaður þriðjudaginn 21. febrúar vegna starfsdags kennara.

Dagskrá:
8:00 Teymisfundir
9:30 Barnavernd – Anný Ingimarsdóttir, verkefnastjóri félagslegrar ráðgjafar
10:00 Snemmtæk íhlutun – Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur
12:00 Hádegismatur
kl. 13:00- 16:00 Þróunarverkefnið Námsmat á mörkum skólastiga – Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Þróunarverkefnið „Námsmat á mörkum skólastiga í Árborg“. Allir leikskólar og grunnskólar sveitarfélagsins taka þátt í verkefninu ásamt FSu. Verkefnið, sem styrkt er af Sprotasjóði, beinist að því hvernig þróun námsmats getur stuðlað að samfellu milli skólastiga með það að meginmarkmiði að bæta námsaðstæður, nám og árangur nemenda.