Starfsmannamál í leikskólanum Brimver á Eyrarbakka

Staða aðstoðarleikskólastjóra í Leikskólanum Brimver
er lögð niður frá 31. mars 2012.

Ákveðið hefur verið að leggja stöðu aðstoðarleikskólastjóra í  Brimveri  niður frá 31. mars 2012.
Allt frá efnahagshruni 2008 hefur verið unnið að því að laga rekstur sveitarfélagsins að breyttum veruleika og í þeirri vinnu hefur verið farið yfir alla rekstrarþætti með það að meginmarkmiði að draga úr rekstrarkostnaði.
Stöðugildum stjórnenda hefur verið fækkað og kostnaði hefur verið náð niður á ýmsan hátt.
Þrátt fyrir það er reynt í öllum skipulagsbreytingum hjá Sveitarfélaginu Árborg að láta þær ekki bitna á þjónustu við íbúa.
Það átti einnig við þegar valin var sú leið í leikskólanum Brimver  að leggja niður stöðu aðstoðarleikskólastjóra.  Í stað eldra fyrirkomulags mun taka við þriggja stjórnenda teymi sem myndað verður af leikskólastjóra, sem mun vera fyrir hádegi á Brimveri og eftir hádegi á Æskukoti, og einum deildarstjóri á hvorum stað.

 Starfsmenn í leikskólanum Brimveri sem lagt hafa niður störf eru:

Snjólaug Kristjánsdóttir,Vigdís Jónsdóttir og Auður Hjálmarsdóttir.

Þökkum við þeim öllum vel unnin störf.

Starfsmenn við Leikskólann Brimver verða því eftirfarandi frá og með 1.febrúar.

Merkisteinn.

Deildarstjóri  Jóhanna Þórhallsdóttir leikskólakennari. 100% 8.00-16.00

Bjóðum við hana velkomna til starfa.

 Helena Hólm leiðbeinandi 100%. 7.45-16.00

Sigríður Jónsdóttir 62,5% 8.00-13.00

Lilja Jónatansdóttir  50% 13.00-17.00

Kötlusteinn.

Deildarstjóri: Kallý Harðardóttir Leikskólakennari 100%. 8.00-16.00

Hjördís Harðardóttir 100% 9.00-17.00

Helga Hallgrímsdóttir 72,5%. 8.00-14.00

Kristína 50%. 13.00-17.00

Drifa Erhards 62,5% staða í sérkennslu á öllum deildum.