Sumarhátíð Brimvers

Sumarhátíð Brimvers.
Þann 19.júní ætlum við að hafa sumarhátíðina okkar og hefst hún kl. 09:30.
Götuleikhúsið kemur í heimsókn og verður með okkur í leik og gleði.
Stöðvarnar verða á leikskólalóðinni svo sem litastöð, sápukúlustöð, tónlistarstöð o.fl.
Boðið verður upp á pylsur og safa sem hún Magga okkar sér um.
Farið verður að grilla kl: 10:30 þar sem leikskólinn lokar kl:12:00 .

Heilsuleikskólinn Brimver–Æskukot loka klukkan 12:00, föstudaginn 19. júní vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Samkvæmt bókun á fundi Bæjarráðs Árborgar þann 21. maí sl. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi: Með hliðsjón af hvatningu ríkisstjórnar Íslands til vinnuveitenda, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum til að gera starfsmönnum sínum kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann 19. júní nk. vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna samþykkir bæjarráð að starfsmönnum sveitarfélagins verði veitt frí eftir hádegi þann 19. júní, eins og kostur er.

Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu leikskólastjóra í Árborg um að halda hátíðarfund leikskólanna í Árborg þann 19. júní, þar sem rætt verði um hvernig hægt sé að auka lýðræði í leikskólum. Fundurinn verði öllum opinn og er starfsfólk sveitarfélagsins hvatt til að taka þátt í honum eða öðrum viðburðum sem í boði verða víðs vegar um land á þessum degi
Í tilefni af afmælinu verður haldinn hátíðarfundur leikskólanna í Árborg á Hótel Selfossi sama dag frá kl. 13:00 – 15:00. Þar verður m.a. rætt um það hvernig hægt sé að auka lýðræði í leikskólum. Fundurinn er öllum opinn og er starfsfólk sveitarfélagsins hvatt til að taka þátt í honum eða öðrum þeim viðburðum sem í boði verða víðs vegar um landið á þessum degi.