Sumarhátíðir Brimvers og Æskukots

 

Sumarhátíð Æskukots verður þriðjudaginn 16. júní og sumarhátíð Brimvers þann 19. júní. Báðar hefjast þær kl.10:00.

Á hátíðunum mun Götuleikhús Árborgar gleðja okkur með nærveru sinni auk þess sem ýmsar skemmtilegar stöðvar verða í boði og má þar meðal annars nefna andlitsmálun, litastöð, tónlistarstöð og fleira.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur og safa. 300 kr. fyrir gesti.

Sjáumst hress og kát í sumarskapi!

 

Kær kveðja,

Starfsfólk Heilsuleikskólans Brimvers-Æskukots.