Sveitaferð

Þann 27. maí fóru börnin á Æskukoti í sína árlegu sveitaferð upp að bænum Holti sem staðsettur er rétt fyrir utan Stokkseyri. Þar búa hjónin Björn og Elín, en þau reka meðal annars minkabú og eru með kálfa, kindur, hænur og kettlinga. Það er alltaf gaman og gott að kíkja í heimsókn til þeirra og þökkum við þeim kærlega fyrir gestrisnina.

.

Hægt er að skoða fleiri myndir inni á fréttasíðum Bátakletts og Fiskakletts.