Tannverndarvika 2015

Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á hverju ári. Tannverndarvikan 2015 var dagana 2. – 7. febrúar og var hún helguð umfjöllun og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu.

 

Í tilefni umfjöllunarefnis tannverndaviku gaf embættið út myndbandið Sykur á borðum þar sem litið er inn hjá fjölskyldu sem ætlar að eiga notalega stund við sjónvarpið.

 

 

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot tók þátt í Tannverndarvikunni með því að ræða við börnin um mikilvægi góðrar tannhirðu. Við föndruðum tennur, lásum sögur og gerðum ýmis önnur skemmtileg verkefni.

 

Kjörorð tannverndarviku 2015 er Sjaldan sætindi og í litlu magni og hvetjum við alla til að tileinka sér þau.

 

Sjá einnig: Tannvernd – börn á leikskólaaldri