Þorrahátið Brimvers

Í dag héldum við upp á Þorran með þorrasöngvum og dansi inni í sal. Börnin höfðu öll útbúið flottar kórónur sem þau báru með stolti á hátíðinni. Í hádeginu fengu þau svo ekta íslenskan þorramat og voru meðal annars hangikjöt, sviðasulta, súrir hrútspungar, hákarl, harðfiskur, rófustappa, rúgbrauð og flatkökur á boðstólnum.