Tónmenntakennsla í Brimveri og Æskukoti

Í þessari viku hófst tónmenntakennsla fyrir alla aldurshópa í Brimveri og Æskukoti. Tímarnir eru í umsjá Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur, tónmenntakennara. Kolbrún kennir börnunum í aldursskiptum hópum, tvisvar sinnum í viku – tuttugu mínútur í senn. Kolbrún lætur börnin vinna mikið með hlóðfæri af ýmsu tagi svo sem ásláttarhljóðfæri, blásturshljóðfæri, bjöllur, hristur og fleira. Einnig vinnur hún mikið með búkslátt, söng og dans.

Tímarnir hafa farið vel af stað og njóta mikilla vinsælda meðal nemenda og starfsfólks.

tónmennt