Skólaþjónusta Árborgar – Snemmtæk íhlutun -Sérkennsla


Í lögum um leikskóla segir að á vegum sveitarfélaga skal rekin sérfræðiþjónusta fyrir leikskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars vegar stuðningur við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi leikskóla og starfsfólk þeirra. Það er á hendi sveitarfélaga að ákveða fyrirkomulag sérfræðiþjónustu en þau skulu stuðla að því að hún geti fari fram innan skólanna. Í lögum um leikskóla segir einnig að börn sem þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun að mati viðurkenndra greiningaraðila eiga rétt á slíkri þjónustu innan leikskólans.

Í upphafi ársins 2014 tók skólaþjónusta Árborgar formlega til starfa en um er að ræða alla skólaþjónustu við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.  Leiðarljós skólaþjónustunnar er að þjóna fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks. Þjónustan fer að mestu fram í skólunum en starfsfólkið hefur skrifstofu- og fundaraðstöðu í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 (sími 480 1900 – netfang: skolathjonusta@arborg.is). Áhersla er lögð
á samstarf sem flestra fagaðila sem koma að þjónustunni  í Sveitarfélaginu Árborg. Skólastjóri leik- og grunnskóla ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu hvers skóla.

Sérkennslustjóri Brimvers/Æskukots er G. Ásgerður Eiríksdóttir, netfang: asgerdur.eiriks@arborg.is

Fræðsluyfirvöld (fræðslustjóri og fræðslunefnd) eru eftirlitsaðilar og fjalla um málefni sérfræði­þjónustunnar á fundum fræðslunefndar.

Meginmarkmið skólaþjónustu Árborgar er að:

  • efla skóla sveitarfélagsins sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi
  • byggja upp þjónustu sem einkennist af  sameiginlegri lausnaleit fagaðila og foreldra í þeim  úrlausnarefnum sem aðilar skólasamfélagsins standa frammi fyrir
  • leggja áherslu á snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna náms-, félags- og sálræns vanda og inngrip þegar á þarf að halda
  • helstu ábyrgðaraðilar skóla-, frístunda-, félags- og heilbrigðisþjónustu styrki samstarf sitt

Nokkrir samstarfsaðilar sem koma að þjónustu við börn, foreldra og skóla í Árborg

  • Félagsþjónusta Árborgar, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2.
  • Menningar- og frístundasvið Árborgar (forvarnarteymi), Ráðhúsi Árborgar.
  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) en þar er meðal annars í boði iðjuþjálfun, sálfræðimeðferð og gjaldfrí unglingamóttaka fyrir 13-20 ára. Nánari upplýsingar í síma 480 5100.
  • ART teymi Suðurlands.
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands.