Brimver/Æskukot


Leikskólarnir Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri voru sameinaðir í Heilsuleikskólan Brimver/Æskukot haustið 2012.

Leikskólinn Brimver hóf starfsemi sína í mars 1975, en þar geta dvalist 39 börn samtímis á tveimur deildum.

Leikskólinn Æskukot hóf starfsemi sína 11.október 1987, og geta þar dvalist 42 börn samtímis á tveimur deildum.

Báðir fengu leikskólarnir viðurkenningu sem Heilsuleikskóli þann 10.10.2010.

Á leikskólunum er boðið upp á 4 til 8 1/2 tíma dvöl.

 

Markmið Brimvers/Æskukots eru að barnið:

Kynnist leikgleði

Öðlist færni í samskiptum í hóp

Læri að meta hreyfingu og þá ánægju sem hreyfing veitir

Kynnist listrænni sköpun

 

Heilsustefnan er hjúpurinn utan um allt starfið þar sem lögð er áhersla á að  auka gleði og vellíðan barnanna, efla félagslega færni einstaklingsins, stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan með því að leggja áherslu á hreyfingu, útivist og hollann mat og að bera virðingu fyrir nátturunni og umhverfinu.

Leikskólinn starfar eftir lögum um leikskóla og Aðalnámskrá fyrir leikskóla .

Leikskólinn starfar  einnig eftir hugmyndafræði Reggio Emilia í listsköpun og innra starfi skólans. Samkvæmt Reggio Emilia er lögð áhersla á að börnin afli sér þekkingar og reynslu á eigin forsendum. Fullorðnir eru leiðbeinendur og styðja börnin í þekkingarleit sinni og gefa þeim nægan tíma til að leysa þau verkefni sem þau eru að fást við. Hinn fullorðni er fyrirmynd bæði i orði og verki. Lögð er áhersla á samskipti sem fela í sér virðingu og viðurkenningu fyrir barninu.

Einkunnarorð leikskólans eru:

umhyggja – virðing – gleði