Umferðarfræðsla í hreyfistund

Í dag var umferðarfræðsla í hreyfistund. Þá er útbúin þrautabraut sem líkist umferðinni í daglegu lífi og eiga börnin að framkvæma hinar og þessar æfingar á leið sinni í gegnum hana. Það sem kom fram í þrautabrautinni að þessu sinni voru; umferðarljós, biðskilda (STOPP), hraðarhindrun, börn að leik, gangbraut, göng, bensínstöð og bílaþvottastöð.

Þessi þrautabraut er í aaaaansi miklu uppáhaldi hjá mörgum börnum hér í Brimveri/Æskukoti!

Við hvetjum foreldra til að spjalla um umferðarreglurnar við börnin sín, hvort sem þau eru farþegar í bíl eða gangandi.

Sjá nánar í dagbók hreyfistundar undir dálkinum Hreyfing og jóga hér að ofan.