Útileikfimi og útijóga í júní

Í júní munum við færa allar hreyfi- og jógastundir undir beran himinn. Farið verður í ýmsar göngu- og vettvangsferðir í okkar nánasta umhverfi en auk þess verður lóðin okkar góða vel nýtt.

Í dag fóru allir hópar í jóga úti á lóð auk þess sem börnin á eldri deildunum fóru í vettvangsferð niður í fjöru.

Allir skemmtu sér konunglega!