Útskrift 2009 árgangs

Senn líður að útskrift hjá Heilsuleikskólanum Brimveri-Æskukoti og eru það börn fædd árið 2009 sem útskrifast að þessu sinni.

Útskriftin fer fram með hátíðlegum hætti í sal skólans þar sem börn, foreldrar og starfsfólk koma saman og fagna þessum merku kaflaskiptum í lífi barnanna.

 

Í Brimveri verður útskriftin haldin miðvikudaginn 20. maí og í Æskukoti verður hún haldin fimmtudaginn 21. maí. Báðar hefjast þær kl. 18:00.

.

Föstudaginn 22. maí munu börnin fara ásamt starfsfólki deildanna í útskriftaferð til Reykjavíkur, þar sem fjölbreytt og skemmtileg afþreying verður í boði fyrir þau. Foreldrar verða upplýstir um dagskrá ferðarinnar þegar nær dregur.

.