Útskriftaferð Brimvers-Æskukots

Föstudaginn 22. maí fóru börn fædd 2009 í útskriftarferð til Reykjavíkur.

.

Ferðin hófst á heimsókn til Blindravinnustofu þar sem við fengum að hjálpa starfsfólkinu þar við vinnu sína. Við gáfum þeim einnig listaverk að gjöf sem vísar til fjaranna á Eyrarbakka og Stokkseyri, og fengum svo hressingu hjá þeim áður en ferðin hélt áfram. Því næst heimsóttum við Náttúrufræðistofu Kópavogs og sáum þar fullt af flottum dýrum. Í hádeginu fengum við svo pítsu á veitingastaðnum Italiano, og að því loknu heimsóttum við Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Þar sáum við m.a. kjólasýningu, listaverk, spáðum í nöfnunum okkar og fengum einnig sögustund inni á bókasafninu. Í Gerðubergi var okkur einnig boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur áður en ferðinni var heitið heim. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið frábær í alla staði og voru flestir bæði glaðir og þreyttir undir lokin.

.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni, en hægt er að skoða fleiri myndir inni á fréttasíðum Bátakletts og Merkisteins.