Starfsemi Æskukots byrjuð á ný eftir sumarfrí :)

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot býður börn, foreldra og starfsólk velkomin til starfa eftir vonandi ánægjulegt og gott sumarfrí!

Í vetur mun leikskólinn taka þátt í verkefninu Árangursríkt læsi, en allir leikskólar Árborgar eru þátttakendur í því verkefni. Markmið verkefnisins er að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi og verður áhersla lögð á aukinn hlustunar- og málsskilning barna, aukinn orðaforða, hugtakaskilning og tjáningu.

Foreldrar verða líka fræddir og studdir í hlutverki sínu í málörvun barna sinna.

Í vetur verður einnig boðið upp á:

  • Dans-, jóga- og íþróttakennslu í umsjá Tinnu Bjargar Kristinsdóttur, íþróttakennara.
  • Tónlistarkennslu í umsjá Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur, tónmenntarkennara.
  • Auk þess sem haldið verður áfram með listsköpun í leik og starfi.

Á Bátakletti hefur Steinunn Þórisdóttir, grunnskólakennari, hafið störf og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa hjá okkur.

 

imagesDM8W7W9W

Þekking er fjársjóður sem fylgir eigenda sínum hvert sem hann fer.

-Kínversk spakmæli-

Kærleikskveðja,

Starfsfólk Æskukots.