Verfall leikskólakennara

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum  hefur Félag leikskólakennara (FL) boðað tímabundið verkfall félagsmanna sinna hjá sveitarfélögum fimmtudaginn 19. júní nk. Tekur það gildi á umræddum degi hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Vegna þessa eru forráðamenn leikskólabarna í Árborg beðnir um að fylgjast vel með fréttum. Eðlilega hefur verkfall mikil áhrif á starfsemi leikskólanna í sveitarfélaginu og hefur það falið leikskólastjórum að meta hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hver leikskólastjóri stjórnar daglegum rekstri og starfi leikskólans og gætir þess að starfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, skólanámskrá og önnur gildandi fyrirmæli. Leikskólastjórar í Árborg hafa ákveðið eftirfarandi fyrirkomulag komi til verkfalls 19. júní næstkomandi:
 
Í leikskólanum Brimveri verður Kötlusteinn opinn þar sem deildarstjóri og aðrir starfsmenn eru ekki félagar í FL. Leikskólastjóri leiðir starfið í Brimveri. Hins vegar eru aðrir deildarstjórar í Brimveri og Æskukoti í  FL og því þarf að loka öðrum deildum komi til verkfalls.