Vor í Árborg

Föstudaginn 25.apríl sl. tók elsti árgangur leikskólans þátt í hátíðinni Vor í Árborg. Þátttaka þeirra fólst í að heimsækja dvalarheimilin Sólvelli á Eyrarbakka og Kumbaravog á Stokkseyri ásamt fjölda annarra barna úr leikskólum Árborgar. Sungin voru nokkur skemmtileg sumarlög fyrir íbúa dvalarheimilanna og tóku þau heldri VEL undir. Að lokum var síðan farið með rútu á Selfoss þar sem öll börnin komu saman fyrir utan Ráðhús Árborgar. Þar voru sumarlögin endurtekin við mikinn fögnuð áhorfenda.

Börnin saman komin fyrir utan Ráðhús Árborgar

Börnin saman komin fyrir utan Ráðhús Árborgar