Vorhátíð Brimvers

Þann 20.júní sl. var okkar árlega vorhátíð haldin með glæsibrag. Andlitsmálun, götuleikhús, grillaðar pulsur og alls kyns leikir og þrautir voru meðal annars í boði fyrir leikskólabörnin og fjölskyldur þeirra. Sólin var treg við að sýna sig en kíkti þó á okkur af og til.

 

Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni – takk fyrir góðan dag!