Fréttasafn

Vettvangsferð í Kerhólsskóla og Krakkaborg

9. maí 2022

Á skipulagsdegi 6. maí sl., fór starfsfólk Strandheima í vettvangsferð í Kerhólsskóla á Borg í Grímsnesi og Krakkaborg í Þingborg. Báðir leikskólarnir eru Grænfánaleikskólar líkt og við og var gaman …

Vettvangsferð í Kerhólsskóla og Krakkaborg Read More »

Lesa Meira >>

Vinningshafi í nafnasamkeppni dreginn út

4. maí 2022

Líkt og áður hefur komið fram var það nafnið Strandheimar sem bar sigur úr bítum í nafnasamkeppni um nýtt nafn á leikskólann. Alls voru þrír einstaklingar sem komu með tillögu …

Vinningshafi í nafnasamkeppni dreginn út Read More »

Lesa Meira >>

Hjólað í vinnuna

4. maí 2022

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Megin markmið verkefnisins er …

Hjólað í vinnuna Read More »

Lesa Meira >>

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt…

2. maí 2022

Það er vor í loftinu og margt skemmtilegt framundan hjá okkur í leikskólanum í maí! 🙂 Má þar nefna útskriftir elstu barnanna, en þær verða 10. maí í Æskukoti og …

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt… Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Vettvangsferð í Kerhólsskóla og Krakkaborg

9. maí 2022

Á skipulagsdegi 6. maí sl., fór starfsfólk Strandheima í vettvangsferð í Kerhólsskóla á Borg í Grímsnesi og Krakkaborg í Þingborg.

Báðir leikskólarnir eru Grænfánaleikskólar líkt og við og var gaman að bera saman bækur okkar, kynnast starfsemi þeirra og fá innblástur til ýmissa verkefna.

Kerhólsskóli er staðsettur nálægt skóglendi sem leikskólinn nýtir óspart til gönguferða.

Þegar við litum við voru þau á leið í úti-bingó, með bingó spjald og kíkir í bakpokunum sínum.

Í skóginum við Kerhólsskóla leynast mörg ævintýrin.

Krakkaborg hefur komið fyrir grænmetis- og kartöflugarði hjá sér þar sem börnin eru virkir þátttakendur í ræktuninni.

Þau eru einnig með bóka-, fata- og plöntuskiptimarkaði sem hefur verið vinsælt á meðal foreldra barnanna.

Það er ýmislegt sem hægt er að endurnýta – svo sem fatnað og bækur líkt og Krakkaborg býður upp á.

Það var bæði gott og gagnlegt að fá tækifæri til að heimsækja leikskólanna og þökkum við þeim kærlega fyrir móttökurnar.

Auk þess að fara í vettfangsferð var dagurinn nýttur í deildarfundi, samráðsfundi eldri og yngri deilda og endurmat á starfsáætlunum.

Vinningshafi í nafnasamkeppni dreginn út

4. maí 2022

Líkt og áður hefur komið fram var það nafnið Strandheimar sem bar sigur úr bítum í nafnasamkeppni um nýtt nafn á leikskólann. Alls voru þrír einstaklingar sem komu með tillögu að því nafni, en það voru þau Hulda Guðmundsdóttir, Rúnar Eiríksson og Vigdís Unnur Pálsdóttir. Gripið var til þess ráðs að draga út sigurvegara af þeim þremur sem hlyti stóra vinninginn, en það var gjafabréf að þriggja rétta máltíð fyrir tvo hjá Rauða húsinu á Eyrarbakka. Allir tillöguhafar fengu blóm í viðurkenningu.

Það var í höndum Gísli H. Halldórssonar, bæjarstjóra Árborgar, að draga út vinningshafa og var það Rúnar Eiríksson sem hlaut vinninginn.

Nafnið Strandheimar hæfir leikskólanum vel og er táknrænt fyrir þær sakir að þorpin, Eyrarbakki og Stokkseyri, eru staðsett við strandlengju sem myndar tengingu þeirra á milli. Með því að láta nafnið enda á –heimar er einnig mynduð tenging við fleiri leikskóla sem starfræktir eru í Árborg.

Leikskólinn óskar þeim Huldu, Rúnari og Vigdísi innilega til hamingju, um leið og hann þakkar öllum sem sendu inn tilllögur kærlega fyrir þátttökuna.

Einnig vill leikskólinn koma á framfæri kærum þökkum til Rauða hússins sem styrkti keppnina með því að gefa veglegan vinning til vinningshafa.

 

Leikskólinn mun hægt og rólega hefja innleiðingu að nýja nafninu sem verður svo afhjúpað og tekið formlega til notkunnar á Vorhátíðum leikskólans í júní.

Birna Guðrún Jónsdóttir, leikskólastjóri Strandheima, afhendir Rúnari Eiríkssyni vinninginn.

Vigdís Unnur með sína viðurkenningu.