Fréttasafn
Þriðjudaginn 9. ágúst var hundraðasti rampurinn í verkefninu Römpum upp Ísland opnaður við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Nemendur okkar á Merkisteini tóku þátt í viðhöfninni með því að syngja nokkur lög …
Nemendur á Merkisteini með söngatriði á opnun hundraðasta rampsins á Íslandi Read More »
Lesa Meira >>Samkvæmt leikskóladagatali Árborgar fyrir skólaárið 2022 – 2023 er leikskólinn lokaður eftirfarandi daga og/eða hluta úr degi: 2022 Mánudaginn 22. ágúst – skipulagsdagur og skyndihjálparnámskeið Fimmtudaginn 15. september er leikskólinn lokaður …
Skipulagsdagar Strandheima skólaárið ’22-’23 Read More »
Lesa Meira >>Við í leikskólanum Strandheimum viljum nota tækifærið og þakka fyrir gott samstarf á liðnu skólaári með von um að sumarleyfið verði öllum heilsuríkt og gott. Sumarleyfið hefst 6. júlí nk. …
Lesa Meira >>Nú á dögunum hélt foreldrafélag Strandheima stórglæsilegar vorhátíðir fyrir börnin í Brimveri og Æskukoti. Æskukot 16. júní Vorhátíðin hófst á því að Ósk Kristinsdóttir, fulltrúi Landverndar, ávarpaði gesti um leið …
Vorhátíðir og afhending Grænfánans Read More »
Lesa Meira >>Fréttasafn
Þriðjudaginn 9. ágúst var hundraðasti rampurinn í verkefninu Römpum upp Ísland opnaður við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Nemendur okkar á Merkisteini tóku þátt í viðhöfninni með því að syngja nokkur lög við upphaf hennar. Áður en viðhöfnin hófst gafst börnunum tími til þess að leika sér á hoppubelgnum og leikvellinum við safnið. Ræðuhöldin sem tóku svo við af söng barnanna tóku stutta stund og fengu börnin kleinu og svala að því loknu. Úr þessu varð hinn fínasti göngutúr og skemmtun fyrir börnin okkar.
Leikskólinn óskar frumkvöðlum verkefnisins sem og íbúum öllum til hamingju með þetta frábæra framtak.
Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins: Stjórnarráðið | Hundraðasta rampinum fagnað á Eyrarbakka (stjornarradid.is)
Heimasíða verkefnisins: Römpum upp Ísland (rampur.is)
Samkvæmt leikskóladagatali Árborgar fyrir skólaárið 2022 – 2023 er leikskólinn lokaður eftirfarandi daga og/eða hluta úr degi:
2022
- Mánudaginn 22. ágúst – skipulagsdagur og skyndihjálparnámskeið
- Fimmtudaginn 15. september er leikskólinn lokaður frá kl.14 til 16 v. starfsmannafundar
- Föstudaginn 14. október – Haustþing leikskólanna
- Þriðjudaginn 1 nóvember er leikskólinn lokaður frá kl. 8 til 10 v. starfsmannafundar
- Föstudagurinn 25. nóvember – Fræðsludagur leikskólanna
2023
- Mánudaginn 2. janúar – skipulagsdagur
- Þriðjudagur 31. janúar er leikskólinn lokaður frá kl. 14 til 16 v. starfsmannafundar
- Miðvikudaginn 29. mars er leikskólinn lokaður frá kl. 8 til 10 v. starfsmannafundar
- Miðvikudaginn 17. maí – skipulagsdagur, námsferð
- Föstudagurinn 19. maí – skipulagsdagur, námsferð
Sumarlokun leikskólans árið 2023 er frá 12. júlí til 10. ágúst.
Sjá leikskóladagatal Strandheima fyrir frekari viðburði á árinu.
Kær kveðja,
starfsfólk Strandheima