Fréttasafn

Hinseginvika í Árborg 17. – 23. janúar

14. janúar 2022

Forvarnateymi Árborgar stendur fyrir fyrstu Hinseginviku Árborgar dagana 17.-23. janúar 2022. Mánudaginn 17. janúar kl. 20:30 verður TEAMS fyrirlestur fyrir íbúa Sveitarfélagsins Árborg. Tengil á fyrirlesturinn má finna á Facebook undir …

Hinseginvika í Árborg 17. – 23. janúar Read More »

Lesa Meira >>

Vinsamleg tilmæli til foreldra v. covid-19

12. janúar 2022

Kæru foreldrar Eftirfarandi tilmæli birtust inni á vef Sveitarfélags Árborgar nú á dögunum og viljum við biðja ykkur um að hafa þau í huga þegar covid-einkenni eru annars vegar: Tilmæli …

Vinsamleg tilmæli til foreldra v. covid-19 Read More »

Lesa Meira >>

Gleðilega hátíð

23. desember 2021

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot sendir ykkur hlýjar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Megi hátíðin færa ykkur birtu og yl og notalegar samverustundir með ykkar nánustu. Með …

Gleðilega hátíð Read More »

Lesa Meira >>
Fréttasafn

Hinseginvika í Árborg 17. – 23. janúar

14. janúar 2022
Forvarnateymi Árborgar stendur fyrir fyrstu Hinseginviku Árborgar dagana 17.-23. janúar 2022.
Mánudaginn 17. janúar kl. 20:30 verður TEAMS fyrirlestur fyrir íbúa Sveitarfélagsins Árborg. Tengil á fyrirlesturinn má finna á Facebook undir ,,Fræðsla frá Samtökunum ’78“ eða í þessari grein: https://www.arborg.is/frettasafn/hinseginvika-arborgar-haldin-i-fyrsta-sinn.
Í þessari grein er einnig tengill þar sem allir geta sent inn nafnlausar spurningar og mun fyrirlesarinn taka þær fyrir í lok fyrirlestursins. Nafn spyrilsins mun hvergi koma fram. Við hvetjum alla foreldra og starfsfólk skólans til að horfa á fyrirlesturinn, opna hug sinn fyrir málefninu og taka þátt í að fagna fjölbreytileikanum.
Forvarnateymi Árborgar mun einnig gefa þeim leikskólum sem ekki áttu bókina Vertu þú! en í henni er sagt frá litríkum sögum af fjölbreytileikanum ásamt því hvetja til fordómaleysis og víðsýni. Sjá nánar hér: https://www.salka.is/products/vertu-thu
Að lokum hvetjum við öll til að klæðast regnbogalitum miðvikudaginn 19. janúar og sýna þannig samstöðu og stuðning 🌈

Vinsamleg tilmæli til foreldra v. covid-19

12. janúar 2022

Kæru foreldrar

Eftirfarandi tilmæli birtust inni á vef Sveitarfélags Árborgar nú á dögunum og viljum við biðja ykkur um að hafa þau í huga þegar covid-einkenni eru annars vegar:

Tilmæli vegna leikskólabarna til að tryggja sem best rekstur leikskóla | Fréttasafn | Sveitarfélagið Árborg (arborg.is)

Með von um áframhaldandi gott samstarf! 🙂

Starfsfólk Brimvers/Æskukots