Afmæli


 

Afmæli barnanna er stór dagur í lífi þeirra. Þann dag er afmælisbarnið sett í öndvegi og afmælissöngurinn sunginn fyrir afmælisbarnið. 

Við biðjum foreldra um að nota ekki leikskólann til að bjóða í afmæli, hvorki skriflega né munnlega. Það getur valdið miklum leiða hjá þeim sem ekki fá boð að mæta.
Einnig geta boðskort glatast eða gleymst í leikskólanum þannig að afmælisboðið fer ekki heim með barninu. Vinsamlegast notið aðrar leiðir til að bjóða í afmæli.