Haustþing leikskólanna 8. okt og leikskólinn lokaður

7. október 2021
Haustþing

Á morgun, 8. október,  verður hið árlega haustþing leikskólanna í 8. svæðadeild FL haldið. Reyndar hefur nú liðið meira en ár síðan það var haldið síðast og erum við því mjög spennt að fá að næra fagmanninn í okkur með góðum fyrirlestrum um ýmis mál er snúa að leikskólastarfinu. Í ár munum við nýta tæknina til hins ýtrasta því þingið verður rafrænt. 

Með kærri kveðju frá okkur í Brimveri/Æskukoti.